Office 365 - Verkefni
  • johanna.is
  • 2 0 2 2
  • 2019
Vinnumálastofnun
Góð ráð í atvinnuleit

​Ferilskrá og kynningarbréf
Námskeið 4
Hitt Húsið
​Atvinnumáladeild Hins Hússins veitir ókeypis atvinnuráðgjöf fyrir fólk á aldrinum 16–25 ára.
Deildin gefur hér 7 góð ráð til að finna góða vinnu.
Hagvangur
​Góð ráð í atvinnuleit

Hvaða vægi hefur umsókn í ráðningarferlinu?
Gögn sem þú sendir atvinnurekanda um sjálfan þig eru fyrstu kynni atvinnurekandans af þér, og því eitt mikilvægasta skrefið í atvinnuleitinni.
​Óhjákvæmilega dregur atvinnurekandi ályktanir af því sem þar er að finna og geta t.d. frágangur og uppsetning umsóknar haft mikil áhrif á möguleika þína á viðtali.
Ferilskrá – Sýnishorn – pdf-skjal

Kynningarbréf – Góð ráð
Skrambi er íslenskt yfirlestrarforrit sem unnið er í samstarfi við Árnastofnun. Notendur geta límt inn texta eða skrifað beint á síðuna til að nýta sér villuleitina. Einnig er hægt að líma inn texta og láta talgervilinn Ivona lesa upphátt svo hægt sé að staðsetja villur. 
Skrambi er íslenskt yfirlestrarforrit sem unnið er í samstarfi við Árnastofnun. Notendur geta límt inn texta eða skrifað beint á síðuna til að nýta sér villuleitina. Einnig er hægt að líma inn texta og láta talgervilinn Ivona1 lesa upphátt svo hægt sé að staðsetja villur. Forritið er í þróun.
Ferilskráin
​Ferilskráin er mikilvægasta tækið í atvinnuleitinni og fyrstu kynni mögulegra atvinnuveitenda af þér.
Ferilskráin á að vera stutt, snyrtileg og skilmerkileg.
Með einfaldri google-leit má finna leiðbeiningar og dæmi um góða ferilskrá.
Ekki gleyma að raða störfum og menntun í tímaröð þannig að nýjasta reynslan sé efst og ekki klikka á stafsetningu og uppsetningu.
​Fáðu einhvern til að lesa yfir.
Kynningarbréfið
Ferilskráin segir aðeins takmarkaða sögu.
Með kynningarbréfinu færðu tækifæri til þess að gefa skýrari mynd af þér, af hverju þú hefur áhuga á viðkomandi starfi og af hverju þú ert hæf(ur) í starfið. Kynningarbréfið á að vera stutt og lýsandi – ekki mikið meira en ½ blaðsíða. 
Atvinnuviðtalið
Það getur verið taugatrekkjandi að mæta í atvinnuviðtal, en með góðum undirbúningi má koma í veg fyrir það.
Þú þarft að kunna ferilskrána þína utan að og geta skýrt frá því hvaða verkefnum þú hefur sinnt í fyrri störfum og eins geta útskýrt hvernig menntun eða reynsla gæti nýst í viðkomandi starfi.
Gott er að undirbúa svör við líklegum spurningum fyrirfram s.s. spurningum um styrkleika og veikleika þína og spurningum um áskoranir og hindranir og hvernig þú leystir úr þeim.
​Ekki gleyma að mæta tímanlega og vera snyrtileg(ur) til fara!
Heimasíða Jóhönnu Geirsdóttur 
kennara í upplýsingatækni og tölvunotkun

Netfang: johanna@johanna.is
Uppfært  1. júní 2023
  • johanna.is
  • 2 0 2 2
  • 2019