Office 365 - Verkefni
  • johanna.is
  • 2 0 2 2
  • 2019
Grunnmennt 2 – 45 klst.
​
Námsgögn: Verkefni frá kennara
Einkunn er gefin fyrir verkefnaskil og mætingu.
Öllum verkefnum í áfanganum er skilað í gegnum Innu.
Námsmat:  ​Lokið/Ólokið
Picture

​Kennari:  Jóhanna Geirsdóttir
Sími: 699 5216
​Netfang:  johanna@johanna.is
Heimasíða: ​johanna.is
​Lýsing á áfanganum
  • Styrking á faglegri færni við notkun hugbúnaðar og notkun Internetsins.
  • Áhersla á þjálfun í notkun töflureiknis með samþættingu við stærðfræði og aðra námsþætti, þjálfun í að nýta ritvinnsluforrit á marga vegu.
  • Æfð framsetning á kynningarefni, t.d. með glærum og myndskeiðum (t.d. ppt, prezi) og kennd eru og æfð notkun hugkorta.
  • Kynning á Office 365 sem heildarkerfi.
  • Notkun á helstu forritum; einkenni og flokkar skýjalausna kynnt og notkun þeirra þjálfuð.
  • Kostir opins hugbúnaðar kynntir og nemendum gefinn kostur á að opna eða búa til aðgang að opnum hugbúnaði til að nýta hann, auk þjálfunar í grunnatriðum á t.d. Google Docs.
Námsmarkmið
Að nemendur:
  • þekki í aðalatriðum hvernig unnið er með ritvinnsluforrit
  • þekki hvaða samskiptaforrit henta í atvinnuleit
  • auki færni sína í rafrænum samskiptum
  • þekki möppugerð, vistun og prentun efnis
  • verði færir um að setja upp ferilskrá og kynningabréf og annað ritað efni
  • kynnist villuleit í ritvinnsluforritum
​Markmiðið er að kynna grunnatriði í notkun á tölvum og forrit sem tengjast m.a.
Office 365 og auka færni til að:
  • leita upplýsinga með notkun vafra, leitarvéla og netsins
    og að geta miðlað þeim munnlega og skriflega til annarra
  • eiga rafræn samskipti við aðra
  • vinna með myndir í tölvu
  • vinna í ritvinnslu og töflureikni
Námskeiðið er verklegt og haldið í tölvuveri MSS.
Námsþættir:
  • Vafrar og netið
  • Rafræn samskipti
    Windows umhverfið,  Office 365 og fylgiforrit
  • Myndvinnsla
  • Ritvinnsla
  • Töflureiknir


Gmail – Google
Siðareglur
Að vista myndir
Samskiptaforrit
Ýmislegt
Word
Heimasíða Jóhönnu Geirsdóttur 
kennara í upplýsingatækni og tölvunotkun

Netfang: johanna@johanna.is
Uppfært  16. febrúar 2023
  • johanna.is
  • 2 0 2 2
  • 2019